Ætla að breyta Kaffi Reykjavík í Mathöll

Styrmir Kári

Mathallir virðast algjörlega málið en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að áform væru uppi um að opna mathöll á Vesturgötu 2 þar sem Kaffi Reykjavík var áður til húsa.

Undanfarin ár hefur veitingastaðurinn Reykjavík Restaurant verið starfræktur í húsinu sem hefur stílað inn á ferðamenn. Það hefur því skiljanlega verið lítið að gera og því þörf á að breyta áherslunum.

Morgunblaðið greindi frá því í lok síðasta árs að til stæði að opna mathöll í Pósthússtræti 5 auk þess sem ein opnar í Borgartúni innan skamms. Mathallir eru ákjósanlegar fyrir minni veitingastaði sem standa ekki undir þungum rekstrarkostnaði veitingastaða. Fyrirkomulagið hefur reynst vel hér á landi og ljóst að það eru spennandi tímar í vændum hjá matgæðingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert