Nú eru fáanlegar sápur frá Humdakin fyrir krakka, og þetta eru engar venjulegar sápur því það er óhætt að segja að þær séu margnota.
Hér er um að ræða „3-in-1“-sápur fyrir yngri kynslóðina sem nota má fyrir handþvott, líkamsþvott eða sem froðubað – og þá er markmiðinu náð, því enginn krakki slær hendinni á móti góðri skemmtun í froðubaði. Sápurnar innihalda hunang og myntu, og ilma eins og tyggjó. Þær eru súlfatlausar en ólífuolíu er bætt saman við blönduna til að næra hendurnar betur í þvottinum.
Sápurnar koma í tveimur útfærslum, eða „Fairytale og Wild animals“ – og þess má geta að fyrir hverja sápu sem selst, gefur Humdakin 100 krónur til samtaka sem stuðla að bættum kjörum barna í Danmörku. Sápurnar fást hér á landi í Epal.