Fiskrétturinn sem tryggir fullkomna byrjun á vikunni

Ljósmynd/Gott í matinn

Léttur og einfaldur fiskréttur þar sem blómkálið leikur aðalhlutverkið. Svo má líka sleppa laxinum og bera blómkálið fram eitt sér eða sem meðlæti með öðrum mat.

Lúxuslax með gratíneruðu blómkáli

Fyrir fjóra

  • 1 stk. blómkálshaus
  • Salt og pipar
  • 100 g smjör
  • Möndluflögur
  • 100 g gratínostur frá Gott í matinn
  • 1 dós grísk jógúrt frá Gott í matinn
  • 1 stk. epli í sneiðum
  • 1 stk. appelsína í sneiðum
  • Rifinn börkur af sítrónu
  • 1 stk. laxaflak (roðflett og beinhreinsað)

Aðferð:

  1. Snöggsjóðið blómkálið í söltu vatni í 10 mínútur, setjið í eldfast mót með smjörteningum og kryddið til með salti og pipar.
  2. Stráið möndluflögum og gratínosti yfir blómkálið og bakið í 180°C heitum ofni í 15 mínútur.
  3. Skerið laxinn í jafnar sneiðar, saltið og piprið og steikið upp úr smjöri í 3 mínútur á hvorri hlið.
  4. Hellið grískri jógúrt yfir blómkálið og raðið eplaskífum og appelsínubitum yfir til skrauts.
  5. Berið fram með grískri jógúrt, eplaskífum og appelsínubitum.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert