Lagalistinn sem þú þarft í eldhúsið

Góð tónlist í eldhúsið er ómissandi.
Góð tónlist í eldhúsið er ómissandi. Mbl.is/sheknows.com

Gestirnir eru komnir og þú ert í óða önn að leggja lokahönd á matseldina, en það er eitt sem gleymdist – það er tónlistin. Því músík er alltaf undirstaðan að góðri kvöldstund.

Reyndu að sjá þetta fyrir þér - þú ert að elda, vinirnir sitja við eyjuna og eru að spjalla með vínglas við hönd. Þetta er notalegt kvöld, afslappað og algjörlega óformlegt. Stundum verður gleðskapurinn aðeins meiri en áætlað var í byrjun, það hefur gerst á bestu bæjum og ekkert út á það að setja. En það er í byrjun kvöldsins þegar allir eru að koma saman og stilla sína strengi sem gott er að hafa góðan lagalista sem bakgrunnshljóma. Þessi listi er hugsaður fyrir afslappandi andrúmsloft í eldhúsinu og kemur frá danska húsbúnaðartímaritinu Bo Bedre og má finna á Spotify HÉR.

Lagalistinn sem Bo Bedre mælir með í eldhúsið.
Lagalistinn sem Bo Bedre mælir með í eldhúsið. Mbl.is/Bobedre.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert