Ljúffeng páska-pavlova með sítrónufrómas

Ljúffengur páskamarengs með sítrónufrómans og súkkulaðieggjum.
Ljúffengur páskamarengs með sítrónufrómans og súkkulaðieggjum. Mbl.is/VK Stockimages/Nicoline Olsen

Hér er kakan sem þú vilt baka um páskana – ljúffeng pavlova með sítrónufrómas og litlum súkkulaðieggjum. Skreytið jafnvel kökuna með blómum og berið fram í páskabrönsinum eða sem desert eftir dýrindis kvöldverð. Uppskriftin er einföld og mettar átta til tíu manns.

Ljúffeng páska-pavlova með sítrónufrómas

  • 8 eggjahvítur
  • salt á hnífsoddi
  • 500 g sykur
  • 1 msk. maísmjöl
  • 2 tsk. edik

Sítrónukrem:

  • 4 matarlímsblöð
  • 3 egg
  • 100 g sykur
  • safi úr 2 sítrónum
  • raspaður sítrónubörkur
  • ¼ lítri rjómi, pískaður
  • lítil súkkulaðiegg til skrauts

Aðferð:

  1. Saltið eggjahvítur og pískið stíft. Bætið sykri smátt og smátt saman við á meðan þið pískið. Þegar massinn er orðinn sléttur og fínn, bætið þá maísmjöli og ediki saman við og hrærið aðeins áfram.
  2. Hitið ofninn í 180°. Notið disk eða tertuform og teiknið hring á bökunarpappír (sirka 22 cm) og setjið marengsmassann á pappírinn. Gerið botninn aðeins flatan í miðjunni og hærri í köntunum. Setjið marengsinn inn í ofn og lækkið hitann í 120°. Bakið í 1 tíma og 15 mínútur. Látið marengsinn kólna.

Sítrónukrem:

  1. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 5 mínútur. Pískið egg og sykur vel saman með þeytara.
  2. Setjið sítrónusafa í lítinn pott og hitið að suðu, slökkvið þá undir og leggið matarlímsblöðin ofan í. Hrærið blöndunni saman við sykur-eggjamassann ásamt raspaða sítrónuberkinum. Veltið pískaða rjómanum saman við í lokin.
  3. Látið kremið hvíla í kæli í klukkutíma áður en það er sett á kökuna. Skreytið með litlum súkkulaðieggjum og jafnvel fallegum blómum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert