Fyrst var það vodka sem réð ríkjum hér í pastarétti á síðasta ári – og nú er það gin sem stjórnar ferðinni.
Það var Gigi Hadid sem kom vodka-pastarétti aftur á kortið á síðastliðnu ári. Myllumerkið #vodkapasta hefur fengið yfir 32,7 milljónir skoðana á TikTok sem segir okkur að Gigi hafi haft einhver áhrif þar á. Rétturinn er þó ekki nýr af nálinni, því hann kemur upprunalega frá áttunda áratugnum, þegar rómverskur kokkur var beðinn að búa til réttinn að beiðni vodkafyrirtækis. Og hér er uppskrift að gin-pasta sem er alls ekki síðra en það fyrrnefnda.
Gin-pasta
- 500 g penne-pasta, soðið al dente
- ½ laukur, skorinn niður
- 2 hvítlauksrif
- ¼ bolli ólífuolía
- ½ tsk rauðar chiliflögur
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 1 bolli gin að eigin vali
- ½ bolli rjómi
- ½ bolli parmesanostur
- ¼ bolli fersk basilika
- salt og pipar
Aðferð:
- Hitið olíu í potti og steikið lauk, hvítlauk og chiliflögur á meðalhita í sirka 5 mínútur. Bætið tómötunum saman við og látið malla áfram í nokkrar mínútur. Setjið blönduna í blandara og mixið saman.
- Setjið sósuna á pönnu og bætið gininu út í sósuna. Leyfið suðunni að koma upp og látið malla í 20 mínútur þar til áfengið hefur gufað upp.
- Bætið rjómanum saman við ásamt parmesanostinum, basilíku og kryddið með salti og pipar.
- Sjóðið pastað og setjið út í sósuna.
- Stráið parmesan og ferskri basilíku yfir og berið fram.