Geggjað brauð fyllt með parmaskinku og mozzarella

Ofsalega gott matbrauð með parmaskinku og mozzarella.
Ofsalega gott matbrauð með parmaskinku og mozzarella. Mbl.is/Vk Stock

Það jafnast ekkert á við gott matbrauð sem þú getur fyllt af dásamlegum hráefnum og notast við það sem er til í ísskápnum hverju sinni. Hér er uppskrift að brauði með parmaskinku, mozzarella og spínati.

Girnilegt sælkeramatbrauð

  • 30 g ger
  • 6 dl volgt vatn
  • 4 msk ólífuolía
  • 2 msk hunang
  • 4 msk flögusalt
  • 5 dl durum-hveiti
  • 8 dl gott hveiti

Fylling:

  • 4 handfylli spínat
  • 1 msk olía
  • salt og pipar
  • 12 parmaskinkusneiðar
  • 2 mozzarellakúlur

Aðferð:

  1. Hrærið gerið út í vatnið. Blandið olíu, hunangi og salti saman við ásamt durum-hveitinu. Hnoðið og bætið síðan hveitinu saman við.
  2. Látið hefast í klukkutíma.
  3. Veltið spínatinu upp úr olíu á pönnu og kryddið með salti og pipar.
  4. Formið deigið í ferning, um sentimetra á þykkt. Dreifið spínatinu yfir og því næst skinku- og mozzarellabitum.
  5. Rúllið deiginu upp eins og rúllutertu og penslið deigið á samskeytunum. Leggið á bökunarplötu á bökunarpappír og stráið hveiti yfir. Látið brauðið hefast í 30 mínútur undir viskastykki.
  6. Bakið við 250 gráður í 5 mínútur – lækkið þá niður í 200 gráður og bakið áfram í 30 mínútur.
  7. Látið brauðið kólna áður en þið pakkið því inn í hreint viskastykki. Skerið niður með beittum hníf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert