Ora vekur athygli á að mexíkósk súpa frá framleiðandanum inniheldur ofnæmis- og óþolsvaldinn sellerí, án þess að það komi fram á umbúðum. Ora innkallar nú vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Frá þessu greinir fyrirtækið í tilkynningu.
Þar er varan sögð skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir innihaldsefnum hennar. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir selleríi eru beðnir að neyta hennar ekki, og farga eða skila henni í þá verslun þar sem hún var keypt.
Innköllunin á einungis við um eftirfarandi lotu:
Nánari upplýsingar má fá hjá gæðastjóra Ora á gaedastjori@ora.is eða hjá ÍSAM, í símanúmerinu 522-2700.