Ljúffengt kremað kókos-dahl

Girnilegur vegan réttur frá Hildi Ómarsdóttur.
Girnilegur vegan réttur frá Hildi Ómarsdóttur. Mbl.is/Hildur Ómarsdóttir

Hér er girni­leg­ur veg­an rétt­ur úr smiðju Hild­ar Ómars­dótt­ur – eða kremað kó­kos-dahl, borið fram með grjón­um, hreinni jóg­úrt og þurrkuðum döðlum.

„Ég elska lins­ur! Þær eru ódýr­ar, rík­ar af amínó­sýr­um og fljót­legt að elda úr þeim. Það voru gerðir þætt­ir sem sýnd­ir voru á RÚV sem hétu ein­mitt „linsu­baun­ir – framtíðarfæða“, mæli með að leita þá uppi og fræðast enn meira um linsu­baun­ir,“ seg­ir Hild­ur.

Ljúf­fengt kremað kó­kos-dahl

  • olía
  • 2 gul­ir lauk­ar
  • 1 geira­laus hvít­lauk­ur
  • 5 cm engi­fer­bút­ur (ca 2 msk. smátt saxað)
  • 3 tsk. kóre­and­erfræ möluð í morteli (eða malaður kóre­and­er)
  • 2 tsk. cum­in
  • 1 msk. græn­metiskraft­ur/​1 ten­ing­ur
  • 1 msk. pataks madras spice paste
  • 1 lime (saf­inn)
  • 3 lár­viðarlauf
  • 250 gr. rauðar líf­ræn­ar lins­ur frá ra­punzel
  • 4 tóm­at­ar
  • 4 boll­ar vatn
  • 1 blue dragon kó­kos­mjólk úr dós
  • salt – ca 1/​2 tsk.

Meðlæti:

  • Basmati-hrís­grjón
  • Kúmen­fræ
  • Hrein oatly jóg­úrt
  • Kóre­and­er
  • Þurrkaðar döðlur

Aðferð:

  1. Steikið smátt saxaðan lauk, hvít­lauk og engi­fer í u.þ.b. 1 msk. af olíu, bætið svo við möluðum kóre­and­erfræj­um ásamt cum­in, græn­metiskrafti, madras spice paste, lime-safa, lár­viðarlauf­um og lins­um. Blandið öllu vel sam­an og bætið svo tómöt­un­um, vatni og kó­kos­mjólk við og látið malla í u.þ.b. 20 mín­út­ur eða þar til lins­urn­ar eru orðnar vel mjúk­ar og áferðin eins og þunn­ur graut­ur. Smakkið til og saltið eft­ir smekk.
  2. Sjóðið basmati-grjón sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakkn­ingu nema bætið 2 msk. af kúmen­fræj­um út í pott­inn (viðmið skammt­ur fyr­ir 4).
  3. Berið kremaða kó­sos-dahlið fram með kúmengrjón­um, hreinni oatly-jóg­úrt með smá cum­in út í ásamt smátt söxuðum döðlum og fersk­um kóre­and­er.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka