Grillaðir kjúklingavængir með bestu gráðostasósunni

Kjúklingavængir eru í miklu uppáhaldi hjá flestum grillurum og matgæðingum landsins enda mikil kúnst að búa til góða vængi. Þegar það tekst vel er útkoman iðulega veisla fyrir bragðlaukana þar sem margslungið bragð dansar tangó á tunginni... eða svo gott sem.

Hér voru grillaðir vængir en að auki vorum við með bringur sem við skárum niður í strimla og marineruðum á sama hátt og vængina. Útkoman var upp á tíu því vængirnir voru frábærir en fyrir þá sem elska bragðið en nenna ekki að naga sig máttlausa var bringukjötið hreinasta unun.

Kornbrauðið var skemmtileg tilraun sem kom á óvart og undirrituð hefði aldrei trúað því hvað það er gott á bragðið. Gráðostasósan var svo hreint ekki venjuleg og er nánast hægt að fullyrða að hér sé ein besta gráðostasósa allra tíma á ferðinni.

Grillaðir kjúklingavængir með bestu gráðostasósunni

  • Kjúklingavængir
  • Kjúklingabringur
  • Famous Dave's Roasted Chicken Country Seasoning
  • Sweet Baby Ray Buffalo
  • Wing Marinade
  • Famous Dave's Sweet & Zesty BBQ
  • 18% sýrður rjómi
  • majónes
  • Saint Agur Blue Cheese
  • sellerí
  • gulrætur
  • Famous Dave's Signature
  • Spicy Pickles Spears
  • Famous Dave's Corn Bread Mix

Aðferð:

Byrjið á því að skera framan af vængjunum og skera bringurnar niður. Setjið í skál og kryddið vel. Setjið því næst vel af buffalo-sósunni yfir og blandið vel saman. Ekki er verra ef kjúklingurinn fær að bíða þannig einhverja stund.

Á meðan skal setja innihaldið úr maísbrauðsblöndunni í skál og bæta eggi, mjólk og vatni við samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Hrærið og setjið í múffuform. Bakið samkvæmt leiðbeiningum.

Setjið jöfn hlutföll af osti, majónesi og sýrðum rjóma í skál og blandið saman.

Skerið niður sellerí og gulrætur og setjið í skál.

Grillið því næst kjúklinginn í um það bil 15 mínútur. Penslið rausnarlega með BBQ-sósu og snúið reglulega á grillinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert