Hér er Eyþór Rúnarsson meistarakokkur með algjörlega geggjaðan borgara með sósu sem er í algjörum sérflokki.
Annað eins gourmei hefur ekki sést lengi..
Uppskriftin er fyrir 4
Myljið nachosið niður í skál með höndunum. Rífið ostinn niður með rifjárni og setjið út í skálina og bætið öll hinu hráefninu út í. Blandið öllu vel saman með höndunum. Skiptið blöndunni upp í 4 hluta og mótið í fjóra hamborgara u.þ.b.150 gr hvor fyrir sig.
Hitið grillið og grillið hamborgarana í 4 mín á hvorri hlið. Setjið ostinn á borgarana í lokin og takið þá af þegar osturinn er bráðinn.
Setjið rauðlaukin í skál ásamt flórsykrinum og hrærið vel saman, látið rauðlaukinn svo standa í 10 min.
Skerið hvern tómat í 8 bita og setjið þá í skálina með rauðlauknum. Bætið chili, kóríander, limesafa og ólífuolíunni út í skálina og hrærið öllu vel saman og smakkið til með saltinu.
Rífið ostinn niður með rifjárni og setjið í skál með sýrða rjómanum, bætið hvítlauknum, fínt rifnum lime berkinum og lime safanum út í ásamt hlynsírópinu og smakkið til með saltinu í lokin.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl