Meistaralegur eggja-morgunverður

Svo lekker og girnilegur morgunréttur frá Hildi Rut.
Svo lekker og girnilegur morgunréttur frá Hildi Rut. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Við elskum góðan morgunverð, og ekki verra ef slíkur réttur inniheldur allt það besta úr ísskápnum – og útkoman endar í eggjamúffum sem þessum. Uppskriftin kemur úr smiðju Hildar Rutar sem mælir eindregið með að prófa sig áfram með að setja líka skinku, beikon eða það sem hugurinn girnist í múffurnar.

Meistaralegur eggja-morgunverður (12 eggjamuffins)

  • 10 egg
  • 1 dl rifinn parmesan-ostur
  • 1,5 dl rifinn cheddar-ostur
  • 1/2 pakkning Philadelphia-rjómaostur
  • Chili-flögur eftir smekk
  • Salt & pipar

Meðlæti

  • Kokteiltómatar
  • Avókadó
  • Hvítlaukssósa
  • Sriracha-sósa
  • Kóríander

Aðferð:

  1. Pískið eggin í skál. Blandið parmesan-osti, cheddar-osti og rjómaosti saman við. Kryddið eftir smekk.
  2. Dreifið ólífuolíu eða úðið muffinsform fyrir 12 kökur með PAM. Einnig er hægt að klippa bökunarpappír í stærð 12×12 og dreifa í formin.
  3. Dreifið eggjablöndunni jafnt í formin og stráið smá cheddar-osti yfir.
  4. Bakið í 12-15 mínútur við 180°C eða þar til eggin eru fullbökuð.
  5. Berið fram með kokteiltómötum, avókadósneiðum, hvítlaukssósu, sriracha-sósu og smá kóríander. Njótið.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert