Lúxus-bollurnar sem sprengja alla skala

Hér er á ferðinni sannkallaðar lúxus-bollur því aðalhráefnið í þeim er lax! Við erum að tala um fiskibollur sem bragðast betur en þú hefðir nokkurn tímann trúað. Passa jafn vel hversdags sem spari og slá alltaf í gegn.

Fiskibollurnar sem sprengja alla skala

Uppskrift fyrir tvo

Laxabollur

  • 200 g laxafars
  • 1 egg
  • 1 sítróna (börkur)
  • 9 g graslaukur smátt skorinn 
  • 6 g steinselja smátt skorin
  • 45 g skalottlaukur smátt skorinn

Tzatziki-sósa

  • 125 g jógúrt
  • 90 g agúrka kjarnahreinsuð og smátt skorin
  • 40 g tahini
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir
  • 5 g mynta smátt skorin

Borið fram með

  • Steinselju
  • Sítrónusafa

Aðferð

  1. Blandið saman laxafarsi, eggi, skalottlauk, sítrónuberki, graslauk og steinselju og kryddið eftir smekk.
  2. Myndið laxabollur með tveimur skeiðum og setjið á disk.
  3. Blandið hráefnum að tzatziki-sósu í skál og saltið eftir smekk.
  4. Hitið pönnu vel með olíu og steikið laxabollurnar á öllum hliðum í 2-3 mínútur. Kryddið með salti.
  5. Berið fram með tzatziki-sósu, steinselju og sítrónusafa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert