Hvítlaukskjúklingur Nigellu veldur usla

Nigella Lawson eldaði kjúklingarétt sem fékk fólk til að gapa …
Nigella Lawson eldaði kjúklingarétt sem fékk fólk til að gapa af undrun. Mbl.is/BBC_Jay Brookes

Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson birtist á skjánum með kjúklingarétt sem vakti mikil viðbrögð hjá fólki, þar sem uppskriftin innihélt 40 hvítlauksgeira. Aðdáendur létu í sér heyra á instagramsíðunni hennar þar sem einn vildi meina að rétturinn væri ekki ráðlagður á fyrsta stefnumóti og annar spurði hvort hún hefði í raun talið rifin – en margir voru líka hæstánægðir með uppáhaldskokkinn sinn. Nigella mælir með að elda hvítlauksrifin með hýðinu því það geri hvítlaukinn mjúkan og safaríkan. Og gott sé að dýfa brauði ofan í fatið þegar rétturinn er borinn á borð.

Hvítlaukskjúklingur Nigellu Lawson (fyrir 4-6)

  • Ólífuolía
  • 8 kjúklingalæri með skinni og beini
  • 6 vorlaukar
  • ferskt timían
  • 40 hvítlauksrif
  • 30 ml hvítvín
  • 1,5 tsk sjávarsalt
  • pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°. Hitið olíu í djúpum potti sem þolir að fara inn í ofn og steikið kjúklinginn létt á háum hita með skinnið niður á við. Þú getur þurft að steikja kjúklinginn í tveimur lotum, en passið samt að fatið sé nægilega stórt til að rúma allan kjúklinginn að lokum. Leggið kjúklingalærin til hliðar.
  2. Saxið vorlaukinn smátt og steikið í pottinum ásamt nokkrum timíangreinum.
  3. Setjið 20 hvítlauksrif út í pottinn og toppið með kjúklingnum og þá húðinni upp. Þekið því næst með afganginum af hvítlauksrifjunum.
  4. Bætið hvítvíni saman við ásamt salti og pipar. Bætið einnig við nokkrum timíangreinum. Setjið lokið á og eldið í ofni í 1½ tíma.
Rétturinn sem inniheldur hæfilegt magn af hvítlauk ef þið spyrjið …
Rétturinn sem inniheldur hæfilegt magn af hvítlauk ef þið spyrjið okkur. mbl.is/Instagram_Nigella Lawson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert