Hér erum við með lasagna sem á eftir að rugla ærlega í kollinum á ykkur. Við erum vön hefðbundnu lasagna með hakki en hér er það fiskur sem leikur aðalhlutverkið og þið eigið ekki eftir að trúa því hvað það bragðast dásamlega.
Klárlega það sem við myndum kalla skyldusmakk.
Lasagna fyrir sanna sælkera
Uppskrift fyrir tvo
- 200 g bleikja
- 160 g þorskur
- 100 g salt
- 100 g sykur
- 5 g dillfræ
- 5 g fennelfræ
- 5 g saxað dill
- 100 g rifinn ostur
- 60 g rifinn cheddar-ostur
- 100 g tómatsalsa
- 60 g ricotta-ostur
- 30 g smátt skorinn graslaukur
- Lasagna-plötur
- Steikt zucchini (2 zucchini, olía, salt og pipar)
Aðferð
Fiskur
- Útbúið kryddlög úr salti, sykri, dillfræjum, fennelfræjum og dilli.
- Skerið fisk í strimla og veltið upp úr kryddlegi.
- Grafið í 15 mín. í kæli.
- Skolið í köldu vatni og þerrið.
Zucchini
- Skerið fyrst langsum og svo til helminga.
- Steikið á báðum hliðum með olíu, salti og pipar þar til gullinbrúnt.
Lasagna
- Setjið zucchini í botn á eldföstu móti.
- Því næst fer ricotta-ostur, graslaukur, ostur og cheddar.
- Setjið fiskinn ofan á ásamt tómatsalsa, ricotta, graslauk og lasagne-plötu.
- Þetta er endurtekið tvisvar til viðbótar.
- Að lokum er settur ostur, cheddar, ricotta og tómatsalsa.
- Bakið á 180°C í 40 mín.
Berið fram með salati, brauði og rifnum parmesan-osti.