Ekki henda bestu þrifblöndunni í ruslið

Eldhúsið gæti verið fullt af bestu efnunum til að þrífa …
Eldhúsið gæti verið fullt af bestu efnunum til að þrífa vaskinn þinn. mbl.is/

Þegar hrá­efni ger­ir góða hluti í mat­ar­gerðinni og nýt­ist þér einnig í þrif – þá ertu að fá mikið fyr­ir pen­ing­inn.

Þetta hús­ráð skaltu leggja á minnið og aldrei gleyma. Því mögu­lega er hér um bestu þrifaðferð að ræða er kem­ur að eld­hús­vask­in­um. Næst þegar þú not­ar sítr­ónu eða lime í mat­ar­gerð, skaltu ekki henda ávext­in­um þó að all­ur saf­inn sé kreist­ur bak og burt. Stráðu salti yfir sárið á sítrus­in­um og nuddaðu vaskinn með hon­um. Saltið hreins­ar alla bletti og óhrein­indi og sítrus­inn skil­ur eft­ir góðan ilm. Svo ein­falt – en hrein­asta snilld!

Sítrusávextir, lime og sítróna, eru frábærir ávextir til að nota …
Sítrusávext­ir, lime og sítr­óna, eru frá­bær­ir ávext­ir til að nota í þrif. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert