Jarðaberjadesert drauma þinna

Sykraður og sætur desert!
Sykraður og sætur desert! Mbl.is/Jonathan Boulton

Halló halló! Hvar hef­ur þessi desert verið alla okk­ar tíð? Meg­um við kynna jarðaberja­desert sem þig hef­ur ein­ung­is dreymt um til þessa – svo er hann sára­ein­fald­ur og ómót­stæðilega góður. Við erum að tala um jarðaber, dýft ofan í syk­ur­púða og flame-að á grill­inu.

Jarðaberjadesert drauma þinna

Vista Prenta

Jarðaberja­desert drauma þinna

  • 24 jarðaber
  • Syk­ur­púðar
  • Grillp­inn­ar

Aðferð:

  1. Setjið jarðaber­in upp á pinna (eitt ber fremst á pinna).
  2. Hitið syk­ur­púða í 5 sek­únd­ur í ör­bylgju­ofni þannig að þeir bráðni.
  3. Dýfið jarðarberj­un­um hálf­um ofan í syk­ur­púðana.
  4. Hitið yfir grilli eða opn­um eldi og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert