Eftirréttur sem ómögulegt er að klúðra

Eftirréttur sem klikkar ekki!
Eftirréttur sem klikkar ekki! Mbl.is/EMILY HLAVAC GREEN

Hér er ávaxtapanna sem er geggjuð á grillið og hún er það sáraeinföld að það er ómögulegt að klúðra uppskriftinni. Þetta er einn af þeim réttum sem þú munt ekki geta lagt frá þér.

Eftirréttur sem ómögulegt er að klúðra

Fylling

  • 3 bollar ferskjur, skornar í sneiðar
  • 2 bollar brómber
  • ¾ bolli sykur
  • safi og raspaður börkur af ½ sítrónu
  • 1 tsk. vanilludropar
  • gott sjávarsalt

Toppur:

  • 1 bolli hveiti
  • 2 msk. sykur
  • 2 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. koshersalt
  • ½ bolli smjör, skorið í litla bita
  • ½ bolli súrmjólk
  • 1 tsk. vanilludropar
  • vanilluís til að bera fram með

Aðferð:

  1. Hitið grill á meðalhita.
  2. Fylling: Blandið hráefnunum fyrir fyllinguna saman í skál og hellið síðan yfir í stóra steypujárnspönnu.
  3. Toppur: Þeytið saman hveiti, sykri, lyftidufti og salti. Bætið smjöri saman við og notið hendurnar til mylja smjörið betur niður. Bætið þá súrmjólk og vanillu saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hellið yfir berin og stráið smá sykri yfir. Þekið pönnuna með loki eða álfilmu.
  4. Hitið á grilli í sirka 20 mínútur og berið fram með vanilluís.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert