Eftirréttur sem ómögulegt er að klúðra

Eftirréttur sem klikkar ekki!
Eftirréttur sem klikkar ekki! Mbl.is/EMILY HLAVAC GREEN

Hér er ávaxtap­anna sem er geggjuð á grillið og hún er það sára­ein­föld að það er ómögu­legt að klúðra upp­skrift­inni. Þetta er einn af þeim rétt­um sem þú munt ekki geta lagt frá þér.

Eft­ir­rétt­ur sem ómögu­legt er að klúðra

Fyll­ing

  • 3 boll­ar fer­skj­ur, skorn­ar í sneiðar
  • 2 boll­ar bróm­ber
  • ¾ bolli syk­ur
  • safi og raspaður börk­ur af ½ sítr­ónu
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • gott sjáv­ar­salt

Topp­ur:

  • 1 bolli hveiti
  • 2 msk. syk­ur
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • ¼ tsk. kos­her­salt
  • ½ bolli smjör, skorið í litla bita
  • ½ bolli súr­mjólk
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • vanilluís til að bera fram með

Aðferð:

  1. Hitið grill á meðal­hita.
  2. Fyll­ing: Blandið hrá­efn­un­um fyr­ir fyll­ing­una sam­an í skál og hellið síðan yfir í stóra steypu­járn­spönnu.
  3. Topp­ur: Þeytið sam­an hveiti, sykri, lyfti­dufti og salti. Bætið smjöri sam­an við og notið hend­urn­ar til mylja smjörið bet­ur niður. Bætið þá súr­mjólk og vanillu sam­an við og hrærið þar til allt hef­ur bland­ast vel sam­an. Hellið yfir ber­in og stráið smá sykri yfir. Þekið pönn­una með loki eða álfilmu.
  4. Hitið á grilli í sirka 20 mín­út­ur og berið fram með vanilluís.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert