Hér er brauðuppskrift sem þú munt vilja bera fram fyrir gesti – því það er glæsilegt og umfram allt svakalega gott. Brauðið má skreyta með ætilegum blómum sem auðvelt er að nálgast, eins og til dæmis fjólum.
Nýbakað brauð og blóm úr garðinum
- 300 g hveiti
- 100 g heilhveiti
- 50 g haframjöl
- 2 dl kefír
- 1 tsk. salt
- 1,5 dl heitt vatn
- 25 g ger
- 3 msk. ólífuolía
- 1 msk. hunang
- 1 egg til að pensla
Aðferð:
- Blandið saman kefír og heitu vatni og leysið upp gerið.
- Blandið ofangreindum hráefnum saman við og hnoðið vel saman.
- Látið hefast við stofuhita í 30 mínútur.
- Formið deigið í kúlu og látið standa í 10 mínútur.
- Hnoðið aðeins betur saman og leggið í smelluform. Látið hefast í 25 mínútur.
- Penslið með eggi.
- Stráið hveiti yfir deigið og skerið langar ræmur í deigið, og setjið æt blóm þar ofan í.
- Bakið við 200°C í 30-35 mínútur.
- Skreytið með blómum og berið fram.
Uppskrift: Boligmagasinet