Við elskum góðar bolluuppskriftir og þessi er ein af þeim sem slá í gegn hjá fjölskyldunni. Hvað er betra en nýbakaðar bananabollur með súkkulaði? Mögulega ekkert ef þið spyrjið okkur.
Bestu bananabollurnar með súkkulaði
- 25 g ger
- 2,5 dl volgt vatn
- 1 dl hrein jógúrt
- 2 msk. hunang
- 2 msk. bráðið smjör
- 1 tsk. salt
- 2 egg
- 3 þroskaðir bananar
- 9 dl hveiti
- 3 dl haframjöl
- 100 g dökkt súkkulaði
Aðferð:
- Leysið gerið upp í vatninu.
- Setjið hunang, salt, smjör, jógúrt og eitt egg í skál og hrærið saman.
- Bætið haframjöli og hveiti saman við og hrærið þar til þykkt og klístrað.
- Maukið bananana og saxið súkkulaðið. Blandið því varlega saman við deigið.
- Látið deigið hefast við stofuhita í klukkutíma eða yfir nótt í kæli.
- Skiptið deiginu upp í 12 bollur á bökunarpappír á bökunarplötu – gott að gera með skeið.
- Látið hefast í 30 mínútur.
- Penslið bollurnar með eggi.
- Bakið í ofni við 220° í 20 mínútur, þar til gylltar á lit.