Lasagnað sem setti youtube á hliðina

Sjúklega girnileg lasagne uppskrift.
Sjúklega girnileg lasagne uppskrift. Mbl.is/Youtube

Hér er uppskrift sem hinn þekkti youtube-bloggari Timmy Timato deildi og netmiðillinn sprakk! Lasagna sem uppfyllir öll skilyrði fyrir nautnaseggi, og þá ekki síst Doritos-aðdáendur.

Doritos-lasagna sem setti youtube á hliðina

  • Doritos-flögur að eigin vali
  • 500 g nautahakk
  • 1 bolli vatn
  • tacokrydd
  • tortillakökur
  • cheddarostur
  • salsa

Aðferð:

  1. Byrjið á því að mylja flögurnar smátt í plastpoka.
  2. Steikið hakkið og hellið umframfitu af pönnunni.
  3. Bætið við vatni og tacokryddi og blandið saman við hakkið.
  4. Leggið tortillakökur á botninn á eldföstu móti, því næst kemur salsasósa, doritosmulningur og cheddarostur.
  5. Endurtakið eins og venja er í lasagnauppskriftum og endið á að leggja heilar doritosflögur á toppinn.
  6. Setjið í 180° ofn í 15 mínútur. Gott er að leggja álpappír yfir til að flögurnar brenni ekki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert