Opna aftur eftir lokun vegna smits

Eins og nafn staðarins gefur til kynna er hann þekktur …
Eins og nafn staðarins gefur til kynna er hann þekktur fyrir smass-borgara sína. Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn Smass opnar aftur fyrir viðskiptavinum í dag eftir að lokað var í gær vegna kórónuveirusmita sem komu upp hjá tveimur starfsmönnum. Aðrir starfsmenn hafa nú farið í skimun og tekist hefur að manna vaktir með einstaklingum sem hafa ekki verið í snertingu við smitaða starfsmenn og hafa auk þess fengið neikvæðar niðurstöður úr skimunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá staðnum. 

„Við opnum aftur í dag og mun opnunartími fylgja sínum vanagangi, frá 11:30 til 21:00,“ segir þar. 

„Engar fregnir hafa borist um smit meðal kúnna staðarins. Við höldum áfram að vera í fullu samráði við sóttvarnaryfirvöld og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi starfsfólks og kúnna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert