Matgæðingar þarna úti eru að deila uppskriftum af avókadó frönskum sem fólk heldur ekki vatni yfir og þykja afskaplega ljúffengar. Uppskriftin er einföld, fljótleg og leyfir okkur að njóta avókadó á alveg nýjan máta.
Fröllurnar sem fólk tryllist yfir
- Avókadó
- Hveiti
- Mjólk
- Pankórasp
- Sesam fræ
- Svört sesam fræ
- Lauksalt
- Hvítlaukskrydd
- Birkifræ
- Sjávarsalt
Aðferð:
- Hitið ofninn á 200°C.
- Skerið avókadó í þykkar sneiðar.
- Setjið hveiti í eina skál, mjólk í aðra og pankórasp ásamt öðrum kryddum, í þá þriðju. Dýfið avókadósneiðum fyrst í hveitið, því næst mjólkina, síðan aftur í hveitið og aftur í mjólkina. Að lokum velturðu avókadóinu upp úr blandaða brauðraspinum þannig að allar hliðar séu húðaðar.
- Leggið avókadósneiðarnar á bökunarpappír á bökunarplötu og passið að þær snertist ekki. Penslið með ólífuolíu og eldið í 15-20 mínútur þar til gylltir og stökkir.
- Þegar avókadóinn er tilbúinn, stráið þá smá salti yfir og berið fram með uppáhalds ídýfunni þinni.