Hér erum við með uppskrift sem ætti að æra óstöðugan enda algjör veisla. Djúpsteikur þorskur í orlí í tortillu sem er mögulega tvenna sem er hættulega góð!!!
Djúpsteiktur fiskur í tortillu
Uppskrift fyrir tvo
- 150 g þorskur
- 5 g paprikuduft
- 4 g kóríanderduft
- 3 g hvítlauksduft
- 3 g cumin
- 400 ml bjór
- 370 g hveiti (70 g í kryddblöndu og 300 g í orlydeig)
- 15 g salt
- 10 g matarsódi
- Tortilla
- Hvítlaukssósa
- Sriracha sósa
- Ferskt grænmeti (salat, gúrka, tómatar, avókadó, laukur)
- Olía til djúpsteikingar
Aðferð
Fiskur
- Skerið fisk í fjóra bita.
- Blandið saman 70 g hveiti, paprikudufti, kóríanderdufti, hvítlauksdufti og cumin.
- Í aðra skál fara 300 g hveiti, bjór, salt og matarsódi.
- Veltið fiskinum upp úr kryddblöndunni og leggið svo í orlydeigið.
- Djúpsteikið í 4 mín.