Nú iðum við aðeins í skinninu við að heyra þessar spennandi fréttir um geggjaðasta samstarf ársins. Royal Copenhagen tilkynnti nú á dögunum nýtt samstarf með einum þekktustu hönnuðum síðari ára – þeim GamFratesi.
Einhverjir kunna að spyrja sig hvað eða hverjir GamFratesi eru. Jú, það er hið heimsþekkta dansk-ítalska hönnunartvíeyki sem hefur nú fengið póstulínið fagra á milli fingranna og hafa skreytt það á ný. Hér um ræðir matarstell sem kom fyrst á markað það herrans ár 1978. Innblásturinn að nýju munstri kemur frá sama stað og svo mörg önnur munstur frá Royal Copenhagen, eða hafinu. En að þessu sinni er það dýralífið við ströndina og í vatninu sem er í forgrunni.
GamFratesi segir það hafa verið mikilvægt að heiðra hefðirnar, en um leið bæta einhverju nýju við – sem þar hefur sannarlega verið gert.
Nýja stellið hefur fengið nafnbótina 'Creatures' og verður til sölu frá og með 1. september.