Hér erum við með uppskrift að lambakjöti fyrir lengra komna. Bragðtegundirnar sem hér mætast eru algjörlega einstakar og þessi veisla ætti ekki að svíkja neinn.
Grillað lambalæri frá Miðjarðarhafinu með myntupestói
Myntupestó
Grillað lambalæri
1. Setjið allt hráefni í matvinnsluvél og maukið þar til allt hefur samlagast vel. Setjið yfir í skál og bragðbætið með salti, kælið þar til fyrir notkun.
1. Setjið steinselju, myntu, lauk, hvítlauk, þurrkrydd, sítrónusafa og ólífuolíu í matvinnsluvél og maukið þar til myndast hefur slétt mauk.
2. Setjið lambalærið á bretti, leggið plastfilmu yfir kjötið og notið sléttu hliðina á kjöthamri til að slá á kjötið þar til þykkasti hlutinn hefur þynnst örlítið, þannig að það eldist jafnt.
3. Þerrið kjötið og sáldrið salti yfir báðar hliðar. Setjið lambalærið í stóran renniláspoka og hellið kryddleginum yfir, lokið pokanum og leggið í fat. Kælið í 2 klst. eða allt upp í sólarhring. Takið kjötið úr kæli og látið standa við stofuhita í a.m.k. 30 mín. fyrir eldun.
4. Hitið grill og hafið á háum hita. Grillið í 2-3 mín. á hvorri hlið eða þar til kjötið hefur fengið á sig góðan lit. Lækkið undir grillinu og eldið kjötið í 15-20 mín eða þar til kjarnhitinn er í kringum 51°-54°C.
5. Takið af hitanum, leggið kjötið á bretti og látið álpappír yfir. Látið hvíla í a.m.k. 10 mín. áður en það er skorið. Skerið kjötið í sneiðar og berið fram með myntupestói ásamt aukameðlæti að eigin vali.