Ekta frönsk terta með brómberjum og hnetum

Ekta frönsk galette með berjum og hnetum.
Ekta frönsk galette með berjum og hnetum. mbl.is/Georg Jensen Damask

Hér er góm­sæt tertu­upp­skrift úr smiðju Georg Jen­sen Dam­ask, þar sem eng­inn ann­ar en stjörnu­kokk­ur­inn Mikk­el Kar­stad á heiður­inn. Ekta frönsk galette með bróm­berj­um og hesli­hnet­um – eða full­kom­in sunnu­dagskaka.

Ekta frönsk terta með brómberjum og hnetum

Vista Prenta

Ekta frönsk terta með bróm­berj­um og hesli­hnet­um

Deig

  • 100 g mjúkt smjör
  • 175 g hvítt hveiti
  • 50 g hafr­ar
  • 50 g syk­ur
  • 30 g hakkaðar hesli­hnet­ur
  • Klípa af salti
  • Smá vatn til að koma deig­inu sam­an

Fyll­ing

  • 500 g bróm­ber
  • 1 líf­ræn sítr­óna
  • 2 msk flór­syk­ur
  • 3 grein­ar timí­an
  • Smá flór­syk­ur
  • 200 ml hrein jóg­úrt
  • ½ vanillu­stöng
  • 1 msk acacia hun­ang

Aðferð:

  1. Setjið smjörið í skál og hnoðið hveiti, syk­ur, hafra og hakkaðar hnet­urn­ar út í smjörið.
  2. Bætið salti og smá vatni sam­an við til að koma deig­inu sam­an og gera það sveigj­an­legt.
  3. Setjið deigið í kæli í 30 mín­út­ur, þá verður auðveld­ara að vinna með það.
  4. Skolið bróm­ber­in í köldu vatni og setjið í skál.
  5. Veltið deig­inu út í hring á bök­un­ar­papp­ír, mjög þunnt – sirka 26-28 cm í þver­mál.
  6. Setjið bróm­ber­in á mitt deigið og stráið fínt röspuðum sítr­ónu­berki yfir, ásamt smátt söxuðu timí­an og flór­sykri.
  7. Brjótið brún­irn­ar  upp yfir fyll­ing­una þannig að brún­irn­ar haldi öllu sam­an.
  8. Setjið galett­una inn í ofn og bakið í 20-25 mín­út­ur við 170°, þar til fal­lega gyllt að ofan og skorp­an er orðin stökk.
  9. Hrærið vanill­unni sam­an við hun­angið, sítr­ónusafa og jóg­úrt­ina til að búa til kremið.
  10. Takið galett­una úr ofni og látið kólna ör­lítið. Stráið þá flór­sykri yfir og berið fram með vanillukrem­inu.
mbl.is/​Georg Jen­sen Dam­ask
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert