Gunnar Smári tekur alþýðupönnukökurnar upp á næsta stig

Ljósmynd/Harpa Kristbergsdóttir

Formenn flokkanna halda áfram að deila uppskriftum sem endurspegla helstu gildi og stefnu flokksins og hér er það sjálfur Gunnar Smári Egilsson sem fer bókstaflega á kostum með pönnuköku uppskrift sem hann betrumbætir eins og sérfræðingur. Ljóst er að Gunnar Smári veit hvað hann syngur og þykka súkkulaðið er eitthvað sem nausynlegt er að prófa.

Alþýðupönnukökur Gunnars Smára

Finnið uppskrift af pönnukökum og notið einu eggi umfram það sem þar stendur, vanillu frekar en dropa, eilítinn hrásykur (gerir pönnukökurnar fallegri á litinn), eins og hálfan bolla af sterku kaffi (gefur bragð og gerir kökurnar þynnri) og jafnvel smá romm ef það er við hendina. Þynnið deigið meira með mjólk ef pönnukökurnar verða of þykkar, markmiðið er að búa til þynnstu pönnukökur sem þið getið búið til, það tekst í þriðju tilraun.

Borið fram með þeyttum rjóma og heimalagaðri rabarbarasultu. Ef þið eigið rjómaost þá megið þið þeytta hann með rjómanum og setja vanillu með, eilítinn sykur ef þið þorið.

Borið fram með þykku krydduðu súkkulaði (mjólk og suðusúkkulaði í pott, ein og hálf matskeið af maísmjöli, kanilstöng, kardimommur, vanillustöngin sem þið tókum baunirnar innan úr fyrir rjómann, einn negulnagli, einn stjörnuanís og annað sem minnir á hlýlegt kvöld heima við á köldu vetrarkvöldi.

Hráefni

  • Hefðbundin pönnukökuuppskrift plús það sem gerir þær sósíalískar og er talið upp hér að ofan. 
  • 3 dl hveiti
  • 1 msk sykur - notum hrásykur
  • 5 dl mjólk
  • 1/2 dl lyfitduft
  • 2 egg ... höfum þau því 3
  • vanilludropar - nei, skiptum því út fyrir alvöru vanillu
  • 30 g smjör eða smjörlíki
  • 1 og 1/2 bolli sterkt kaffi
  • romm ef það er til

Kryddað súkkulaði

  • Mjólk
  • Suðusúkkulaði
  • 1 og 1/2 matskeið maísmjöl
  • Kanilstöng, má líka nota smá kanil ef stöngin er ekki til
  • Kardimommur
  • Vanillustöng
  • 1 negunagli
  • Stjörnuanís 
  • Annað sem minnir á hlýlegt kvöld heima við á köldu vetrarkvöldi

Meðlæti

  • Þeyttur rjómi með vanilllu og pínu sykri (má líka setja smá slettu af rjómaosti)
  • Rabarbarasulta
  • Kryddaða súkkulaðið hér að ofan

Aðferð

Pönnsur

  • Bræðið smjörið/smjörlíkið
  • Setjið þurrefnin í skál og blandið
  • Bætið mjólkinni saman við og hrærið þar til blandan er lauflétt og falleg
  • Bætið bráðna smjörinu við og kaffinu. 

Kryddað súkkulaði

  • Setjið mjólk og súkkulaði saman í pott og bætið maísmjölinu og kryddinu saman við.
  • Best að bræða þetta saman við lágan hita og gefa sér tíma til að hræra. 

Þetta er máltíð, þið þurfið ekki að borða meira þennan daginn. 

Það þarf breytingar!

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert