Inga Sæland býður upp á „krönsí“ kartöflur

Ljósmynd/Harpa Kristbergsdóttir

Hér er það Flokkur fólksins sem býður upp á afar lystugan kartöflurétt sem passar bæði sem aðalréttur eða sem meðlæti. Uppskriftin er hluti af Kjóstu rétt uppskriftaröð Heimkaups sem hefur sannarlega brugðið nýju ljósi á kosningabaráttuna og formenn flokkanna.

„Flokkur fólksins er ekki að reyna að vera neitt sem hann ekki er. Hér mætir hann til leiks með rétt sem sem er fullkominn fyrir þau sem vart ná endum saman. Sá stóri hópur gæti þó þurft að sleppa kryddjurtunum, en kartöflunar einar og sér eru herramannsmatur. 

Áfram Flokkur fólksins!“

„Krönsí“ kartöflur Ingu Sæland

Hráefni fólksins

  • Kartöflur, mega gjarnan vera heldur litlar. Magn fer eftir aðstæðum. 
  • Salt
  • Olía
  • Kraminn hvítlaukur - setur aðeins meira stuð í réttinn
  • Kryddjurtir, þær gera réttinn fallegri og bæta svona aðeins við hann - má sleppa.

Svona gerir fólkið

  1. Sjóðið kartöflurnar.
  2. Takið úr vatninu og þerrið örlítið.
  3. Hellið dálítið af olíu á bökunarpappír sem lagður hefur verið yfir ofnskúffu.
  4. Kremjið kartöflurnar t.d. með því að ýta glasi varlega ofan á hverja og eina þannig að hún opnist.
  5. Penslið með olíu og stráið salti og hvítlauk yfir 
  6. Bakið við 200 gráður í 20-25 mín.

Njótið.

Uppskrift frá Ingu Sæland

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert