Silkimjúk súkkulaðikaka með ómótstæðilegu kremi

Súkkulaðisæla sem kætir mannskapinn.
Súkkulaðisæla sem kætir mannskapinn. Mbl.is/pinterest_halfbakedharvest.com

Súkkulaðitertur finnast í mörgum útfærslun, en sagan segir að þessi sé hreint út sagt ómótstæðileg. Dúnamjúk með æðislegu kremi.

Silkimjúk súkkulaðikaka með ómótstæðilegu kremi

  • 12 msk. kakó
  • 500 g hveiti
  • 600 g sykur
  • 2 tsk. matarsódi
  • 2 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. salt
  • 4 egg
  • 300 g smjör
  • 5 dl vatn

Glassúr

  • 150 g smjör
  • 5 msk. kakó
  • 10 msk. flórsykur
  • 1-2 msk. vatn (má skipta vatni út með kaffi ef vill)
  • Sjávarsalt til skrauts

Aðferð:

  1. Sigtið kakó, hveiti, matarsóda og lyftiduft í skál.
  2. Bætið eggjum, bráðnuðu smjöri, salti, sykri og vatni út í og hrærið vel saman.
  3. Hellið deiginu í stórt bökunarform.
  4. Bakið í 35 mínútur við 170°. Kakan á að vera svolítið klístruð í miðjunni.

Glassúr

  1. Takið smjörið úr kæli og látið standa þar til mjúkt.
  2. Smjöri, kakó, flórsykri og vatni blandað saman.
  3. Smyrjið yfir kökuna eftir að hún hefur kólnað.
  4. Skreytið með sjávarsaltsflögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert