Tiltektardagar eru ekki uppáhaldsdagar vikunnar, en við getum auðveldað okkur lífið heilmikið með því að fylgja örfáum reglum. Hér eru þrjár tillögur að betri tiltektardögum fyrir utan að hækka í tónlistinni á meðan þú þrífur.
Stærri fletir
Byrjaðu á öllum stærri flötum, þá kommóðum, eldhúsborðinu, gluggakistum og skrifborði; þeim yfirborðsflötum þar sem hlutir flæða oft út um allt og við vitum í raun ekki hvað við eigum að gera við þá. Staðreyndin er sú að það skapast ringulreið í amstri dagsins og hlutir eiga það til að enda á vitlausum stöðum. Finnum þessum hlutum pláss.
Mitt og þitt
Í samböndum er mikilvægt að virða „mitt og þitt“. Spurðu maka þinn hvort þú megir „ráðskast“ með dót hans/hennar eða hvort hann/hún ætli að ganga frá því sjálf/ur. Hér getur verið átt við ýmsa pappíra, vinnuskjöl eða annað sem viðkomandi hefur dreift úr á eldhúsborðinu eða inni í svefnherbergi.
Flokkaðu
Komdu skipulagi á hlutina. Margir eiga það til að dreifa sömu hlutunum víða um heimilið þótt einn staður sé nóg. Til dæmis er óþarfi að vera með handklæði á mörgum stöðum þó að fleiri en eitt baðherbergi sé að finna á heimilinu. Það verður allt miklu auðveldara þegar hlutirnir eiga sinn fasta stað.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl