Ómótstæðilegt lasagna með lúxus ostasósu

Ljósmynd/Gott í matinn

Lasagna, lasagne, lasanja. Hvað svo sem þú kýst að kalla þennan klassíska rétt er hér á ferðinni ný útfærsla sem þú verður að prófa. Sterk ítölsk ostablanda gefur réttinum kraftmikið bragð og kitlar bragðlaukana svo um munar!

Lasagna með bragðmikilli ostasósu

  • fyrir sex
  • 1 kg nautahakk
  • 1 stk. laukur
  • 2 stk. hvítlauksrif
  • 900 g pastasósa
  • lasagnaplötur
  • óreganó
  • salt og pipar
  • 80 g sterk ítölsk ostablanda frá Gott í matinn

Hvít ostasósa

  • 170 g sterk ítölsk ostablanda frá Gott í matinn
  • 200 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
  • 150 ml nýmjólk
  • 1 tsk. salt
Aðferð:
  1. Saxið lauk og hvítlauk.
  2. Steikið hakkið á pönnu ásamt lauk og hvítlauk, kryddið til með salti, pipar og óreganó.
  3. Hellið pastasósu yfir hakkið og leyfið að malla við vægan hita á meðan þið útbúið hvítu sósuna.
  4. Setjið innihaldsefni fyrir sósuna saman í pott og hrærið við vægan hita þar til osturinn hefur bráðnað.
  5. Setjið til skiptis í eldfast mót lasagnaplötur, kjötsósu og hvíta sósu. Toppið með afganginum af sterkri ítalskri ostablöndu.
  6. Bakið við 180°C í um 30 mínútur og leyfið aðeins að standa áður en þið skerið niður.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert