Morgunverðurinn sem kemur öllu í gang

Mbl.is/Eggslut

Egg eru ein besta fæða sem hægt er að borða, því það má matreiða egg á svo ótal vegu. En eitt af því allra besta eru svokallaðar morgunverðarbollur með eggjum. Og hér er uppskrift að slíkum bollum sem er ofboðslega ljúffeng og mettar magann vel inn í daginn.

Eggjalokan sem bræðir hjörtu

  • Brioche-brauðbolla
  • chipotlesósa eða önnur sterk sósa
  • tómatsósa
  • 1 avókadó
  • 4 beikonsneiðar
  • 1 egg
  • 1 cheddarostssneið

Aðferð:

  1. Steikið beikonið.
  2. Hitið brauðið örlítið.
  3. Steikið eggið.
  4. Blandið tómatsósu saman við chipotlesósuna – smakkið til. Smyrjið því næst báða brauðhelmingana.
  5. Skerið avókadó í sneiðar og setjið á neðri helminginn. Leggið því næst beikonið yfir og næst á eftir kemur eggið.
  6. Hitið ostinn og leggið ofan á eggið. Lokið síðan bollunni með hinum brauðhelmingnum.
Alþjóðlegi eggjadagurinn var haldinn víða um heiminn í síðustu viku.
Alþjóðlegi eggjadagurinn var haldinn víða um heiminn í síðustu viku. mbl.is/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert