Það er fátt skemmtilegra en þegar Albert Eiríksson mætir á viðburði og deilir með þjóðinni. Nú á dögunum mætt hann á æfingu hjá Kvennakór Ísafjarðar þar sem slegið var upp mikilli matarveislu með mexíkósku þema í lokinn.
Veitingarnar voru hver annarri glæsilegri og fengum við að deila nokkrum uppskriftum með lesuendum sem verða ekki fyrir vonbrigðum.
„Bergþór minn tók að sér að stjórna Kvennakór Ísafjarðar, ég fékk að vera fluga á vegg á æfingu kórsins. Þetta var æfing sem lauk á matarveislu og söng af ýmsu tagi og karókí. Slíkar æfingar eru a.m.k. einu sinni á önn. Í þetta sinn var mexíkóskt þema. Það má með sanni segja að það er ekki bara metnaður í söng hjá Kvennakór Ísafjarðar, heldur einnig og ekki síður í veitingum,“ segir Albert og það eru svo sannarlega orð að sönnu.
Kristín Bjarnadóttir kom með þessa girnilegu súkkulaðibita: Ég bræddi 250 gr. af suðusúkkulaði (passa að bræða ekki of mikið), hellti því á bökunarpappir og dreifði úr því, stráði yfir söxuðum pistasíum, trönuberjum eftir smekk og að endingu smá reykjanessalti, lét þetta kólna í ísskápnum í ca. 1 klst. og braut þetta síðan niður.