Hér er snúðameðlæti sem hentar með góðu salati eða sem síðdegissnakk á virkum degi. Fylltir með allskyns kryddjurtum og ostum sem fylla bragðlaukana.
Snúðar sem fylla bragðlaukana
Deig
- 15 g ger
- 3 dl mjólk eða vatn
- 450 g hveiti
- 1½ tsk. salt
- 3 msk. ólífuolía
Fylling
- 500 g laukur (má vera minna)
- 3 msk. ólífuolía
- 3 stór hvítlauksrif
- 3 msk. saxað tímían
- 1 msk. saxað rósmarín
- Salt og pipar
Annað
- 100 g ólífur
- 100 g rifinn cheddar
- 100 g rifinn parmesan
- 2-3 msk. ólífuolía
Aðferð:
- Hrærið gerið saman við volga mjólkina og bætið hveitinu saman við. Hnoðið vel saman í 5-8 mínútur og bætið við salti og ólífuolíu. Formið deigið í kúlu og setjið í olíusmurða skál. Látið hefast í 1 tíma.
- Fylling: Skerið laukana smátt og steikið þá mjúka upp úr ólífuolíu við vægan hita í 25 mínútur. Bætið við hvítlauk, söxuðum kryddjurtum, salti og pipar og hitið í gegn í nokkrar mínútur. Látið kólna.
- Takið steinana úr ólífunum og saxið gróflega.
- Leggið deigið á hveitistráð borð og hnoðið létt í gegn. Fletjið deigið út í ferhyrning, sirka 25x40 cm.
- Dreifið laukblöndunni á deigið og stráið ólífunum og ostinum yfir (takið smá frá til skrauts). Rúllið deiginu upp.
- Smyrjið eldfast mót (20x30 cm) með smjöri eða klæðið það með bökunarpappír.
- Skerið deigið í 12 bita og setjið í mótið. Leyfið deiginu að hefast í hálftíma.
- Hitið ofninn í 180°C. Sáldrið smá ólífuolíu yfir og bakið í ofni í 20 mínútur.
- Stráið restinni af ostinum yfir og bakið áfram í 15 mínútur.