Snúðar sem trylla bragðlaukana

Snúðarnir sem þú munt elska.
Snúðarnir sem þú munt elska. Mbl.is_Pinterest_Alt.dk_ Martin Dyrløv

Hér er snúðameðlæti sem hentar með góðu salati eða sem síðdegissnakk á virkum degi. Fylltir með allskyns kryddjurtum og ostum sem fylla bragðlaukana.

Snúðar sem fylla bragðlaukana

Deig

  • 15 g ger
  • 3 dl mjólk eða vatn
  • 450 g hveiti
  • 1½ tsk. salt
  • 3 msk. ólífuolía

Fylling

  • 500 g laukur (má vera minna)
  • 3 msk. ólífuolía
  • 3 stór hvítlauksrif
  • 3 msk. saxað tímían
  • 1 msk. saxað rósmarín
  • Salt og pipar

Annað

  • 100 g ólífur
  • 100 g rifinn cheddar
  • 100 g rifinn parmesan
  • 2-3 msk. ólífuolía

Aðferð:

  1. Hrærið gerið saman við volga mjólkina og bætið hveitinu saman við. Hnoðið vel saman í 5-8 mínútur og bætið við salti og ólífuolíu. Formið deigið í kúlu og setjið í olíusmurða skál. Látið hefast í 1 tíma.
  2. Fylling: Skerið laukana smátt og steikið þá mjúka upp úr ólífuolíu við vægan hita í 25 mínútur. Bætið við hvítlauk, söxuðum kryddjurtum, salti og pipar og hitið í gegn í nokkrar mínútur. Látið kólna.
  3. Takið steinana úr ólífunum og saxið gróflega.
  4. Leggið deigið á hveitistráð borð og hnoðið létt í gegn. Fletjið deigið út í ferhyrning, sirka 25x40 cm.
  5. Dreifið laukblöndunni á deigið  og stráið ólífunum og ostinum yfir (takið smá frá til skrauts). Rúllið deiginu upp.
  6. Smyrjið eldfast mót (20x30 cm) með smjöri eða klæðið það með bökunarpappír.
  7. Skerið deigið í 12 bita og setjið í mótið. Leyfið deiginu að hefast í hálftíma.
  8. Hitið ofninn í 180°C. Sáldrið smá ólífuolíu yfir  og bakið í ofni í 20 mínútur.
  9. Stráið restinni af ostinum yfir og bakið áfram í 15 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka