50 ára gamall stóll loksins í framleiðslu

Gömul stólahönnun Piet Hein, loksins í framleiðslu.
Gömul stólahönnun Piet Hein, loksins í framleiðslu. mbl.is/Sibast Furniture

Í fyrsta sinn í yfir 50 ár er stólahönnun Piets Heins loksins komin á markað – en stóllinn hefur aldrei verið framleiddur áður.

Það var árið 1968 sem Piet Hein hannaði stól út frá sporöskjulaga formi sem hann var einna þekktastur fyrir. Hér hannaði hann sæti og bak sem átti að verða stóll við fræga borðið hans – Superellipse. Það eru Sibast Furniture sem framleiða stólinn sem kemur með svörtu stelli, með eða án arma, og í ótal útfærslum hvort sem þú vilt stólinn úr viði eða bólstraðan. Óneitanlega flottar línur sem einkenna stólinn og sómir hann sér vel við hvert borðstofuborð.

mbl.is/Sibast Furniture
mbl.is/Sibast Furniture
mbl.is/Sibast Furniture
mbl.is/Sibast Furniture
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert