Ris a la mande með Aperol

Jóladesert Aperol unnandans.
Jóladesert Aperol unnandans. Mbl.is/Martin Dyrløv

Hér bjóðum við ykk­ur upp á vin­sæl­asta jóla­desert­inn í sann­kölluðum hátíðarbún­ing með app­el­sínusósu og aperol.

Ris a la mande með Aperol

Vista Prenta

Ris a la mande með Aperol

  • 1 vanillu­stöng
  • 3 msk. syk­ur
  • 200 g grjón
  • ¼ lítri vatn
  • 1 lítri mjólk
  • ½ tsk. salt
  • ½ - 1 sítr­óna
  • 4 dl rjómi
  • 100 g möndl­ur

Sósa:

  • 5-6 app­el­sín­ur
  • 1 vanillu­stöng
  • 4 msk. syk­ur
  • 1-2 msk. maí­is­sterkja
  • 100 g hafþyrni
  • ½ - 1 dl Aperol

Aðferð:

  1. Skrapið korn­in úr vanillu­stöng­inni og maukið þau sam­an við syk­ur­inn.
  2. Sjóðið grjón­in í ¼ lítra af vatni. Hrærið og bætið vanillu­stöng­inni sam­an við, ásamt mjólk og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá und­ir hit­an­um. Látið malla á lág­um hita í 35 mín­út­ur.
  3. Takið vanillu­stöng­ina upp úr og hrærið vanillu­sykr­in­um og röspuðum sítr­ónu­berki sam­an við. Hellið því næst grautn­um í skál til að kólna og inn í ís­skáp.
  4. Leggið möndl­urn­ar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir og látið standa í 5 mín­út­ur. Takið þá hýðið utan af möndl­un­um. Takið eina möndlu til hliðar en saxið rest­ina gróf­lega.
  5. Þeytið rjómann og veltið var­lega upp úr grautn­um.
  6. Setjið möndl­urn­ar sam­an við desert­inn og setjið í skál­ar. Munið að stinga einni möndlu í eina skál­ina. Setjið í kæli.
  7. Sósa: Pressið saf­ann úr 3 app­el­sín­um og setjið í pott. Skrapið korn­in úr vanillu­stöng­inni og maukið sam­an við syk­ur­inn. Hrærið sam­an við app­el­sínusaf­ann og setjið vanillu­stöng­ina einnig út í pott­inn – látið sjóða í 5 mín­út­ur.
  8. Síið saf­ann og bætið maí­is­sterkju (hrærð út í kalt vatn), sam­an við. Bætið hafþyrni út í og sjóðið áfram í augna­blik. Takið pott­inn af hell­unni og bætið Aperol sam­an við. Berið sós­una fram með eft­ir­rétt­in­um, annað hvort heita eða kalda.

Upp­skrift: Alt.dk

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert