Hér bjóðum við ykkur upp á vinsælasta jóladesertinn í sannkölluðum hátíðarbúning með appelsínusósu og aperol.
Ris a la mande með Aperol
- 1 vanillustöng
- 3 msk. sykur
- 200 g grjón
- ¼ lítri vatn
- 1 lítri mjólk
- ½ tsk. salt
- ½ - 1 sítróna
- 4 dl rjómi
- 100 g möndlur
Sósa:
- 5-6 appelsínur
- 1 vanillustöng
- 4 msk. sykur
- 1-2 msk. maíissterkja
- 100 g hafþyrni
- ½ - 1 dl Aperol
Aðferð:
- Skrapið kornin úr vanillustönginni og maukið þau saman við sykurinn.
- Sjóðið grjónin í ¼ lítra af vatni. Hrærið og bætið vanillustönginni saman við, ásamt mjólk og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá undir hitanum. Látið malla á lágum hita í 35 mínútur.
- Takið vanillustöngina upp úr og hrærið vanillusykrinum og röspuðum sítrónuberki saman við. Hellið því næst grautnum í skál til að kólna og inn í ísskáp.
- Leggið möndlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir og látið standa í 5 mínútur. Takið þá hýðið utan af möndlunum. Takið eina möndlu til hliðar en saxið restina gróflega.
- Þeytið rjómann og veltið varlega upp úr grautnum.
- Setjið möndlurnar saman við desertinn og setjið í skálar. Munið að stinga einni möndlu í eina skálina. Setjið í kæli.
- Sósa: Pressið safann úr 3 appelsínum og setjið í pott. Skrapið kornin úr vanillustönginni og maukið saman við sykurinn. Hrærið saman við appelsínusafann og setjið vanillustöngina einnig út í pottinn – látið sjóða í 5 mínútur.
- Síið safann og bætið maíissterkju (hrærð út í kalt vatn), saman við. Bætið hafþyrni út í og sjóðið áfram í augnablik. Takið pottinn af hellunni og bætið Aperol saman við. Berið sósuna fram með eftirréttinum, annað hvort heita eða kalda.
Uppskrift: Alt.dk