Vetrarlegar smákökur með appelsínu og kókos

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar ég fæ hugmyndir að einhverju til þess að baka þá er yfirleitt einhver minning, tilfinning eða manneskja á bak við hugmyndina,“ segir Elenóra Rós um þessar smákökur. „Ég er algjör nautnaseggur þegar kemur að mat og því mikil innlifun í öllu sem tengist mat hjá mér. Þessi kaka minnir mig ótrúlega á tvo menn í mínu lífi sem skipta mig ótrúlega miklu máli, annar þeirra elskar ekkert eins og hann elskar appelsínusúkkulaði og hinn myndi helst vilja hafa kókos í öllu sem hann borðar. Þær eru svo góðar, ótrúlega einfaldar og jólalegar. Þær yrðu ótrúlega góðar með ískaldri mjólk eða jafnvel irish coffee. Ég skal líka lofa ykkur því að allar ömmur og allir afar myndu elska þessar og því tilvalið að baka þessar og færa eldra fólkinu sem maður elskar.“

Upp­skrift­ina er að finna í Hátíðarmat­ar­blaði mbl og inni­held­ur fjöld­ann all­an af geggjuðum smá­köku upp­skrift­um.

Vetrarlegar smákökur með appelsínu og kókos

  • 500 g súkkulaðibitakökudeig frá Hagkaup
  • 100 g kókos
  • 150 g appelsínusúkkulaði með karamellukurli frá Nóa Siríus – saxað smátt

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 170°C.
  2. Saxið súkkulaðið smátt.
  3. Setjið deigið í hrærivélaskál og bætið kókosnum og 150 g af söxuðuðu súkkulaðinu saman við og hnoðið þessu saman þar til allt er komið vel saman og deigið er orðið fínt.
  4. Skiptið deiginu þá í 30-40 jafnstórar kúlur.
  5. Bakið í 8-10 mínútur.
  6. Bræðið 150 g af appelsínusúkkulaðinu og dreifið yfir kökurnar ásamt smá kókos.
Elenóra Rós
Elenóra Rós Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert