Pastaréttur sem tryllir bragðlaukana – með risarækjum, chili og pestó. Réttur sem getur alls ekki klikkað og verður á boðstólum í hverri viku eftir að þú hefur smakkað. Uppskriftin er úr smiðju Önnu Mörtu heilsuþjálfara sem er einnig þekkt fyrir afbragðsgott pestó og döðlumauk undir eigin nafni.
Ómótstæðilegur pastaréttur með risarækjum (fyrir 6)
- 700-800 g risarækjur
- 400-500 g spaghetti
- 3 hvítlauksgeirar, maukaðir
- 3 msk. smjör
- 3 msk. ANNAMARTA PESTÓ
- 2 dl hvítvín
- safi úr ½ límónu
- 1 rauður chili, fínt saxaður (má sleppa)
- sítrónupipar og gróft salt eftir smekk
- 2 msk. rifinn parmaostur
- 10-20 stk. kirsuberjatómatar
Aðferð:
- Setjið hvítlauk og smjör á pönnu og brúnið aðeins. Bætið við rækjunum og steikið í 3-5 min.
- Bætið svo við hvítvíni, pestó, parmesan, chili, sítrónupipar og grófu salti. Látið sjóða í 3-5 min.
- Spaghetti soðið – sjá lýsingu á pakka.
- Rækjum og pasta blandað saman + 1-2 msk pestó. Límóna kreist yfir í lokin.
- Toppað með ferskum kirsuberjatómötum. Frábært að bæta við meiri parmesan og pestói.
- Borið fram með fersku salati og hvítlauksbrauði.
- Hægt er að bæta grænmeti í réttinn, t.d. kúrbít, lauk og papriku.