Eftirréttur ársins nú fáanlegur í stærri umbúðum

Flest kolféllum við fyrir þristamúsinni sem kom, sá og sigraði þegar Simmi Vill tilkynnti þjóðinni að hún yrði eigi söm eftir átið. Og það stóðst. Ekki er til það mannsbarn (eða því sem næst) sem elskar ekki þennan svokallaða þjóðareftirrétt og nú getum við fært lesendum þau tíðindi að hægt er að kaupa þristamúsina í stærri pakkningum sem á að duga fyrir fjóra.

Öll vitum við að það er afar sveigjanlegt hugtak og ábyggilega einhverjir sem hugsa sér gott til glóðarinnar en á meðan þeir gera það skal þess getið að þristamúsin fæst í næstu Nettó verslun og verði ykkur að góðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka