Uppskriftin sem núllstillir Tobbu Marínós

Tobba Marínós
Tobba Marínós mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir

„Afsakaðu þetta smáræði, elsku Ítalía, en stundum þarf bara að nota orðið pasta frjálslega,“ segir Tobba Marínós um þessa dásamlegu uppskrift sem er akkúrrat það sem við þurfum á að halda eftir hátíðarnar.

„Vissulega er þetta ekki pasta í orðsins fyllstu merkingu en þegar þarf að núllstilla kroppinn og taka út dóna á borð við sykur og mikið unna matvöru er gott að eiga töfrabrögð á borð við þessa uppskrift inni. Því einföld og góð hráefni eru alltaf best.“

Dásamlegt detox-„pasta“

  • 1 stór kúrbítur eða tveir minni
  • 1 lífræn sítróna
  • góð olífuolía
  • 1/2 dl ristaðar furuhnetur
  • 1 box piccolo-tómatar
  • 1 dl söxuð fersk basilika
  • sjávarsalt
  • svartur pipar
  • 1/2 grænt epli
  • 1 lúka klettasalat ​
  • einnig má bæta við avókadóteningum ef vill.

Aðferð:

  1. Þvoið grænmetið vel. Best er að nota grænmetisskrúbb á kúrbítinn.
  2. „Yddið“ kúrbítinn í þar til gerðum yddara.
  3. Setjið hann í skál með eldhúspappír og kreistið nokkrum sinnum til að ná vatni úr.
  4. Saltið kúrbítinn – ekki of mikið.
  5. Setjið sítrónuna í sjóðandi vatn í stuttan tíma (ca 30 sek.) til þess að ná vaxi og óhreinindum af berkinum.
  6. Raspið börkinn af hálfri sítrónu yfir kúrbítinn.
  7. Setjið tómata, basiliku og hnetur út á.
  8. Piprið.
  9. Hellið sirka 1 msk. af olíu yfir.
  10. Saxið eplið og dreifið yfir. Berið fram með klettasalati.
  11. Þetta er dásamlega gott hvort sem er í nesti eða kvöldmat.
Ljósmynd/Tobba Marínós
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert