Hér er stórkostleg pítsa lent á borðum! Uppskriftin er úr smiðju Helgu Möggu næringarþjálfara, sem segir pítsuna eina þá vinsælustu. „Ég ætla ekkert að spara stóru orðin, ég er nokkuð viss um að við erum hér með arftaka hrökkbrauðspítsunnar. Djúsí botn sem svíkur engan pítsuáhugamann og það besta er hvað það er einfalt að gera botninn,“ segir Helga Magga – og sýnir HÉR hvernig hún býr til botnana.
Djúsí prótínpítsa sem stelur senunni
Ein stór eða fjórar litlar
- 1 bolli hveiti / 140 g
- 1 bolli hreint skyr / 230 g
- 1 tsk. lyftiduft / 5g
Aðferð:
- Allt sett saman í skál og hnoðað saman, mér finnst oft þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum.
- Fletja út og setja á bökunarpappír. Okkur familíunni finnst betra að baka botnana fyrst í 20 mín. við 180 gráður og setja svo áleggið á og baka aftur í 8-10 mín. á sama hita. En það er líka í góðu lagi að setja áleggið beint á og baka þá í 20 mín. Endarnir verða aðeins meira krispí ef botninn er bakaður á undan, eða eins og krakkarnir mínir orðuðu þetta, „það er meira eins og Flateyjar-pítsa“.