Kjötbollurnar sem Nigella elskar

mbl.is/Nigella Lawson

Þessar koma beint úr smiðju Nigellu Lawson sem segir þessar kjötbollur vera algjörlega einstakar.

Nigella Lawson.
Nigella Lawson.

Uppáhalds kjötbollur Nigellu

Fyrir 4-6 (eða fyrir eina manneskju 4 til 6 sinnum)

Tómatsósa:

  • 400 ml kalt vatn
  • 2 laukar, gróft skornir
  • 3 msk ólífuolía
  • 2 myndarlegir hvítlauksgeirar
  • 3 msk fínt söxuð steinselja
  • 1 tsk þurrkað timian
  • 2 dósir af niðurskornum tómötum
  • 1 msk tómatmauk
  • 2 tsk Worchestershire sósa
  • 2 tsk gott sjávarsalt

Kjötbollur

  • 500 g nautahakk
  • 250 g blóðmör
  • 2 bústnir hvítlauksgeirar
  • 3 msk fínt söxuð steinselja
  • 2 msk fínt saxaður graslaukur
  • 1 tsk þurrkað timian
  • 2 tsk gott sjávarsalt slatti af nýmöluðum pipar
  • 1 msk hafrar
  • 2 stór egg (við stofuhita)

Sósa:

  1. Takið nautahakkið og blóðmörina úr kæli.
  2. Hellið 400 ml af köldu vatni í pott.
  3. Skrælið og grófsaxið laukinn. Hitið olíuna í stórum potti, setjið laukinn í pottinn þegar olían er orðin vel heit og steikið í góða stund.
  4. Setjið timian og steinselju saman við. Saxið hvítlaukinn eða rífið fínt niður og setjið út í pottinn.
  5. Bætið tómötunum saman við, svo tómatmaukinu, Worchestersire sósunni og salti og hækkið hitann uns suðan kemur upp.

Kjötbollurnar

  1. Losið hakkið í sundur og myljið blóðmörina í sundur með höndunum. Markmiðið er að ná hráefnunum í stundur eins og kostur er til að geta blandað þeim almennilega saman.
  2. Fínt saxið eða maukið hvítlaukinn og setjið saman við kjötið. Bætið steinselju og vorlauk út í.
  3. Bætið við timian, salti, pipar og chili flögum.
  4. Loks höfrunum og eggjunum. Blandið vel saman með höndunum og mótið síðan bollurnar.
  5. Ekkert er fengið með að hafa þær of stórar.
  6. Setjið bollurnar út í sósuna og látið sjóða í 15 mínútur eða svo. Takið þá lokið af pottinum, lækkið undir og látið malla í aðrar 15 mínútur.
  7. Smakkið til, kryddið eftir smekk og berið fram með góðu brauði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka