Pastasalat á korteri

Svakalega gott pastasalat hér á borðum.
Svakalega gott pastasalat hér á borðum. mbl.is/Pinterest_micadeli.dk

Einfalt og gott! Það eru okkar einkunnarorð í dag, þegar tíminn er naumur og við viljum matinn á borðið á svo til engum tíma. Hér er pastasalat sem tekur enga stund að matreiða og bragðast ofsalega vel.

Pastasalat á korteri

  • 4 msk grænt pestó
  • 500 g pasta
  • 2 avókadó
  • fetaostur (magn eftir eigin vali)
  • kirsuberjatómatar (magn eftir egin vali)
  • handfylli af spínat
  • furuhnetur
  • salt og pipar
  • 4 msk sólþurrkaðir tómatar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skerið niður avókadó og kirsuberjatómata og ristið furuhneturnar.
  3. Þegar pastað er tilbúið, blandið þá öllum hráefnum saman og saltið og piprið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert