Við elskum bananabrauð – þá sérstaklega nýbökuð. Hér er uppskrift að æðislegu bananabrauði með leynihráefni sem á eftir að koma á óvart.
Bananabrauð með leynihráefni
- 3 þroskaðir bananar
- 120 g ljóst tahin
- 1 dl ólífuolía
- 2 egg
- 100 g sykur
- 250 g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk kardemomme
- ½ tsk sjávarsalt
- 30 g valhnetukjarnar
- 1 L brauðform
Aðferð:
- Maukið banana í skál.
- Pískið tahin, ólífuolíu, egg og sykur saman þar til ljóst og létt. Bætið maukuðu bönunum saman við og pískið aftur.
- Bætið hveiti, lyftidufti, kardemomme og salti í deigið.
- Hellið deiginu í smurt brauðform og stráið grófsöxuðum valhnetum yfir.
- Bakið við 200° á blæstri í 45 mínútur, eða þar til bakað í gegn.
- Látið kólna.
- Toppið brauðið með tahin, hunangi, söxuðu súkkulaði og eða ferskum hindberjum.