Ljúffengar haframjölsbollur

Haframjölsbollur eru ljúffengar og góðar.
Haframjölsbollur eru ljúffengar og góðar. mbl.is/Pinterest_dagenstallerken

Hafra má nota í margt annað en hafragraut. Hafrar eru frábær fæða, og hér eru hafrar í bollum sem ættu að kæta alla fjölskylduna í morgunmat eða sem nesti.

Ljúffengar haframjölsbollur

  • 5 dl volgt vatn
  • 2 dl haframjöl
  • 25 g ger
  • 1 dl jógúrt
  • 180 g durum hveiti
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 tsk. salt
  • 500 g hveiti
  • 1 egg, pískað til að pensla með

Aðferð:

  1. Sjóðið hafragrjónin í vatni í 1-2 mínútur og kælið þar til þau eru volg. Hrærið gerið saman við og því næst jógúrtinu, durum hveitinu, olíunni og salti.
  2. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið standa í 30 mínútur. Hrærið þá restinni af hveitinu saman við og hnoðið þar til deigið verður mjúkt. Látið hefast í 1 klukkutíma.
  3. Mótið 16 bollur úr deiginu og setið á bökunarpappír á bökunarplötu. Látið hefast í 15 mínútur.
  4. Penslið bollurnar með pískuðu eggi og stráið haframjöli yfir.
  5. Bakið við 200°C í miðjum ofni í 20 mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert