Hér getur að líta einföldustu en jafnframt þá bestu eðluuppskrift sem sögur fara af enda er hún kölluð ofureðlan. Blandið saman rjómaosti og salsasósu í jöfnum hlutföllum og stráið rifnum osti yfir. Leyndarmálið er að skera niður chilipipra – bæði sæta og sterka og sáldra yfir. Þá verða bitarnir æði misjafnir á bragðið; sumir dísætir og dásamlegir á meðan aðrir rífa vel í góminn. Eintómt ævintýri sumsé. Sítrónusneiðarnar bæta svo enn á bragðupplifunina.
Einfaldasta og lang besta Eðlan
Einfaldasta og lang besta Eðlan
- 400 ml rjómaostur
- 400 ml salsasósa
- 200 g rifinn ostur
- ½ tsk. chiliduft
Annað:
- Nachos-flögur
- lime-sneiðar
- ferskur chili
Aðferð:
- Blandið saman rjómaosti og salsasósu. Bætið chilikryddinu við.
- Setjið í eldfast mót.
- Stráið rifnum osti yfir.
- Bakið í ofni á 200°C í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
- Undir lokin er gott að kveikja á grillinu og leyfa ostinum að brúnast. Fylgist vel með.
- Berið fram með nachos-flögum.
- Setjið chilisneiðar yfir og lime-sneiðar.