Einfaldasta og lang besta Eðlan

Hér get­ur að líta ein­föld­ustu en jafn­framt þá bestu eðluupp­skrift sem sög­ur fara af enda er hún kölluð of­ureðlan. Blandið sam­an rjóma­osti og salsasósu í jöfn­um hlut­föll­um og stráið rifn­um osti yfir. Leynd­ar­málið er að skera niður chil­ipipra – bæði sæta og sterka og sáldra yfir. Þá verða bitarn­ir æði mis­jafn­ir á bragðið; sum­ir dí­sæt­ir og dá­sam­leg­ir á meðan aðrir rífa vel í góm­inn. Ein­tómt æv­in­týri sum­sé. Sítr­ónusneiðarn­ar bæta svo enn á bragðupp­lif­un­ina.

Einfaldasta og lang besta Eðlan

Vista Prenta
Ein­fald­asta og lang besta Eðlan
  • 400 ml rjóma­ost­ur
  • 400 ml salsasósa
  • 200 g rif­inn ost­ur
  • ½ tsk. chili­duft

Annað:

  • Nachos-flög­ur
  • lime-sneiðar
  • fersk­ur chili

Aðferð:

  1. Blandið sam­an rjóma­osti og salsasósu. Bætið chilikrydd­inu við.
  2. Setjið í eld­fast mót.
  3. Stráið rifn­um osti yfir.
  4. Bakið í ofni á 200°C í 15-20 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er bráðnaður.
  5. Und­ir lok­in er gott að kveikja á grill­inu og leyfa ost­in­um að brún­ast. Fylg­ist vel með.
  6. Berið fram með nachos-flög­um.
  7. Setjið chil­isneiðar yfir og lime-sneiðar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert