Alla langar að upplifa spa-stemningu inni á baðherbergi. Til þess þarf að þrífa baðherbergið vel áður en við setjum ilmkerti og blóm sem skrautmuni. Hér eru sex skref í áttina að hreinu baðherbergi.
Segðu bless við kalkbletti
Kalkblettir á sturtuglerinu eru í sannleika sagt – óþolandi! Þrífðu blettina burt með ediki eða efninu Scrubstone sem fæst í öllum helstu matvöruverslunum.
Myglublettir í fúgum
Það geta auðveldlega myndast myglublettir í fúgunum á gólfum og veggjum þar sem raki er viðloðandi. Helltu edikssýru yfir og leyfðu efninu að virka í nokkrar mínútur áður en þú skrúbbar yfir með svampi. Passið bara að bleyta gólfið fyrst með vatni áður en sýran kemur á.
Ryðblettir í handklæðin
Ef ljótir ryðblettir hafa tekið sér bólfestu í hvítu handklæðunum þínum, prófaðu þá að dýfa blettinum í blöndu af vatni og ediksýru (2 l af vatni og 2 dl af ediksýru).
Skínandi hreint klósett
Ef dollan er farin að vera mislit eða gráleit – prófaðu þá að hella ediki yfir. Ef það virkar ekki nægilega vel skaltu hella smá edikssýru yfir.
Flottar flísar
Edikssýran kemur víða við – líka í þrif á baðherbergisflísunum. Venjulegt edik er þó betra fyrir umhverfið, en þegar blettirnir eru erfiðir verðum við að grípa til sterkari efna.
Raksápa á spegilinn
Ef það kemur alltaf móða á spegilinn þegar þú ferð í sturtu/bað, prófaðu þá að smyrja raksápu á spegilinn. Þurrkaðu á eftir með þurrum klút og taktu eftir áhrifunum næst þegar þú ferð í sturtu.