Drykkurinn sem er ómissandi í brönsinn

Ítalskur freyðivínsdrykkur sem slær í gegn.
Ítalskur freyðivínsdrykkur sem slær í gegn. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er á ferðinni ítalskur freyðivínsdrykkur sem smellpassar í brönsinn að sögn Hildar Rutar sem deilir uppskriftinni. „Venjulega inniheldur kokteillinn ferskjumauk en hér er hann með jarðaberjamauki. Jarðaber og freyðivín, er til eitthvað betra?“, segir Hildur Rut – og þar erum við sammála og leyfum okkur að smakka.

Drykkurinn sem er ómissandi í brönsinn

1 drykkur

  • 1-2 dl Lamberti Prosecco
  • 3 jarðaber
  • 3 cl sykursíróp

Aðferð:

  1. Byrjið á því að blanda saman jarðaberjum og sykursírópi með töfrasprota eða í blender.
  2. Hellið 30-50 ml af jarðaberjablöndunni í fallegt glas.
  3. Því næst hellið Prosecco og hrærið varlega í drykknum.
  4. Skreytið með jarðaberi og njótið.

Sykursíróp

  1. Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.
  2. Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.
  3. Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert