Einfaldur, næringarríkur og ódýr kjúklingaréttur

Ómótstæðilegar kjúklingabollur í boði Helgu Möggu.
Ómótstæðilegar kjúklingabollur í boði Helgu Möggu. mbl.is/Helga Magga

Einfalt, næringarríkt og ódýrt! Það eru einkunnarorð þessa frábæra rétts sem við bjóðum upp á hér, fyrir utan hversu vel hann smakkast. Uppskriftin kemur úr smiðju Helgu Möggu sem segir réttinn vinsælan á sínu heimili.

Kjúklingabollurnar sem fullkomna sunnudaginn

  • 150 g spergilkál
  • 600 g kalkúnahakk (frosið)
  • 2 stk. brauðsneiðar / 70 gr
  • 100 g eggjahvítur
  • 100 g rifinn ostur
  • 100 g kotasæla
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á að gufusjóða spergilkál í 10 - 15 mín. Ég byrja oft á þessu og læt spergilkálið kólna aðeins en það má líka fara beint í skálina heitt. Ekki sleppa spergilkálinu í uppskriftinni, ég lofa það finnst ekkert bragð af því, það verður ljóst og þegar sósa er komin á bollurnar sjá börnin þín það heldur ekki. Það má mauka það í matvinnsluvél eða skera það niður mjög fínt. 
  2. Ristið tvær brauðsneiðar frekar mikið, 2-3 sinnum og mauka þær svo í blandara svo þær verði að brauðmylsnu. Því næst er öllu hrært saman í hrærivél (eða höndunum) og litlar bollur mótaðar. Ég nota ½ dl mál eða annað álíka til að móta bollurnar og hafa þær jafn stórar, annars skiptir stærðin ekki öllu.
  3. Bollurnar eru settar á bökunarplötu og hitaðar við 190 gráður í 25 mínútur.
  4. Með þessu hef ég kartöflur, brúna sósu og ferskt salat. Ég geri yfirleitt brúna sósu úr pakka og bragðbæti hana með salti og pipar og smá kjötkrafti í stað þess að gera sósu frá grunni úr rjóma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka